Sunnudagur, 27. mars 2022 17:29 |
Landsmót STÍ í 50 metra Þrístöðuriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði í karlaflokki með 553 stig, Jórun Harðardóttir úr SR vann kvennaflokkinn með 544 stig, unglingaflokkinn vann Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 459 stig og lið SR liðakeppnina með 1,518 stig. Árangur allra eru Íslandsmet. Greinin breyttist um áramótin þannig að nú eru skotin alls 60 skot, 20 í hverri hrinu liggjandi, krjúpandi og standandi. Nánar á úrslitasíðu STÍ
|