Landsmót um helgina í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. október 2022 12:28

Um helgina fóru fram tvö fyrstu landsmót vetrarins. Þau fóru fram í Egilshöllinni en á laugardaginn var keppt í 50 metra Liggjandi riffli og sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR í karlaflokki með 609,3 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 606,5 stig og riðji Jón Á. Þórisson úr SR með 602,1 stig. Gullið í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr SR með 609,5 stig og í unglingaflokki Karen Rós Valsdóttir úr SÍ með 551,7 stig.

Í dag fór svo fram keppni í Þrístöðu-riffli á 50 metra færi. Þórir Kristinsson úr SR sigraði með 541 stig, Guðmundur H. Christensen úr SR varð annar með 523 stig og þriðji Valur Richter úr SÍ með 521 stig. Í kvennaflokki hlaut Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 543 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.

AddThis Social Bookmark Button