Jórunn Íslandsmeistari Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. apríl 2023 20:27

2023 islmot60skjorunfagn2023 islmot60skj123kv2023 islmot60sksrlidimg_5580Íslandsmeistaramótið í 50 m riffli fór fram í aðstöðu Skotíþróttafélags Kópavogs í  Digranesi í dag. Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 613,3 stig og silfrið hlaut Viktoría Bjarnarson úr SR með 587,1 stig.

Karen Rós Valsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar bætti þar Íslandsmetið í unglingaflokki stúlkna með skori uppá 580,2 stig og hlaut Íslandsmeistaratitil stúlkna. Íslandsmeistarar urðu Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 622,0 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr SFK með 612,7 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 607,0 stig.  Íslandsmeistari drengja varð Óðinn Magnússon úr SKS með 566,8 stig. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðu STÍ hérna.

AddThis Social Bookmark Button