Þórir sigraði í þrístöðunni á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 11. mars 2024 07:51

3pLandsmót STÍ í riffilgreinunum 50m og 50m Þrístöðu fóru fram um helgina á Ísafirði.

Á sunnudeginum var keppt í þrístöðunni og sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 538 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 519 stig og bronsið hlaut Leifur Bremnes með 502 stig.

Á laugardeginum var keppt í 50m liggjandi og sigraði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 611,7 stig, Valur Richter úr SÍ varð annar með 607,6 stig og þriðji varð Leifur Bremnes úr SÍ með 606,9 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í unglingaflokki með 526,4 stig.

Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu STÍ, https://sti.is/mot-og-urslit-2023-2024/

AddThis Social Bookmark Button