Íslandsmetin féllu í riffilkeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:42

2024 islmeist3p unglinga_img_6584Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið einnig á nýju Íslandsmeti, 445 stig. Í karlaflokki sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 541 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 523 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 507 stig. A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar vann liðakeppnina með 1480 stig en sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1429 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ 

Og svo eru myndir frá mótinu hérna

AddThis Social Bookmark Button