|
Laugardagur, 29. nóvember 2025 14:01 |
|
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með riffli, liggjandi, á 50 metra færi með opnum sigtum, fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs (SFK) sigraði með 625,1 stig, Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (SÍ) varð annar með 618,2 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr sama félagi með 609,6 stig. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur (SR) hlaut gullið í unglingaflokki með 574,7 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1828,3 stig, A-sveit SFK varð önnur með 1788,1 stig og sveit SR þriðja með 1762,3 stig. Nánar má sjá skorin hérna.https://sti.is/2025-2026/
|