Föstudagur, 17. desember 2010 13:56 |
Nú stendur yfir önnur keppni Ásgeirs í Luxemburg. Hægt er að fylgjast með skorinu jafnóðum á netinu http://www.fltas.lu/riac_2010/live/ . Úrslitin hefjast seinna í dag kl.17:00. Ásgeir hafnaði í 5.sæti einsog í gær á eftir Rússunum. Nú er bara að bretta upp ermarnar og þjarma að þeim á morgun.
|
|
Fimmtudagur, 16. desember 2010 09:04 |
Ásgeir er að keppa núna í Luxemburg og er keppnin send út beint,talnalega, á heimasíðu keppninnar, http://www.fltas.lu/riac_2010/live/ . Finalinn er svo seinna í dag. Sama fyrirkomulag er svo á morgun og laugardag. Hann var að ljúka undankeppninni í keppni dagsins og er kominn í úrslit. Hann skoraði 577 stig að þessu sinni. Mótið er nokkuð sterkt að þessu sinni. Rússneska landsliðið keppir þarna núna og er Ásgeir nú í 5.sæti á eftir fjórum Rússum. Röð efstu manna breyttist ekki í úrslitum þannig að hann endaði í 5.sæti.
|
Miðvikudagur, 15. desember 2010 20:55 |
Á landsmótinu í Staðlaðri skammbyssu í Egilshöllinni í kvöld, sigraði Eiríkur Jónsson með 516 stig, í öðru sæti varð Karl Kristinsson með 509 stig og í því þriðja Kolbeinn Björgvinsson með 488 stig.
|
Þriðjudagur, 14. desember 2010 13:09 |
Æfingatími v. mótsins er frá kl 21 í kvöld. fyrri riðill hefst kl 18:00 Karl, Kolbeinn, Þórhildur, Jónas seinni riðill hefst kl 19:30 Joddi, Gunnar, Björgvin, Eiríkur
|
Sunnudagur, 12. desember 2010 14:12 |
Ásgeir Sigurgeirsson tók þátt í tveimur loftskammbyssukeppnum í Malmö í Svíþjóð í dag. Hann sigraði í þeim báðum, á því fyrra með 584 stig en á því síðara með 580 stig. Frábær árangur hjá honum. Það verður spennandi að sjá hvernig honum gengur í Luxemburg í næstu viku.
|
Laugardagur, 11. desember 2010 19:33 |
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á landsmótinu í frjálsri skammbyssu með 546 stig á fimmtudaginn. Jórunn vann kvennaflokkinn á 508 stigum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 244 af 293 |