Nokkrar umræður eru ávallt um „réttu“ leiðina fyrir þau sem eru að stíga sín þau í fyrstu spor í riffilsportinu. Ein besta leiðin til að ná góðum tökum á riffilskotfimi er að skjóta af resti með 22LR riffli. "Rest" er það kallað þegar riffilinn hvílir í sérstökum skorðum að framan og að aftan í til þess gerðum sandfylltum pokum.
Nokkur skotfélög eru byrjuð að þreifa sig áfram í BR50, sem er einmitt skotið með 22LR af borði með riffilinn í resti að framan og aftan. SR hefur þegar hafið æfingar og keppnir í þeirri grein á útisvæðinu á Álfsnesi og nú eru hafnarÂÂ inniæfingar í vetur. Í þessu sporti er þessi "gamli góði 22 riffill" gjaldgengur og allir sem hafa aðgang að slíkum riffli geta tekið þátt.
BR50 er ein „besta“ greinin til að byrja riffilsportið. Það eiga ekki að vera nokkur vandamál fyrir þau eldri að fara með unglingana á skotsvæðið og leyfa þeim að prófa. Þeir þurfa reyndar að vera 15 ára samkvæmt núgildandi lögum. (sjá foreldraleyfi)
Viðurkenndir skotstjórar og leiðbeinendur félagsins mega einir taka við og leiðbeina þeim eru að koma í fyrsta sinn á æfingasvæði félagsins. Þeir taka á móti gestum og nýliðum og aðstoða.
Með því að kenna unglingum og byrjendum sem eru nýkomnir með leyfi að skjóta úr resti með 22LR, læra þau mörg helstu undirstöðu atriði riffilskofimi og öryggisreglur skotsvæða.
Hjá Skotfélagi Reykjavíkur hefur verið lögð áhersla á að þau sem eru að taka sín fyrstu spor í sportinu byrji í Loftrifflinum. Boðið er uppá loftriffla í Egilshöll til láns gegn vægu gjaldi á æfingum og skotin eru seld á staðnum og leiðbeinendur félagsins aðstoða.
Einnig er rétt að minna á starfsemi í hefðbundnum keppnisgreinum sem stundaðar hafa verið um árabil hjá SR og öðrum félögum, eins og td Ensku Keppninni (60skot liggjandi) ásamt öðrum greinum sem skotið er með 22LR, eru eftir sem áður í fullum gangi.
Eins og ávallt hjá Skotfélagi Reykjavíkur, eru öll velkomin til að kynna sér aðstöðuna og sportið - jafn konur sem karlar...
|