Upphafið að SKEET má rekja til Bandaríkjanna árið 1920. Í bænum Andover í Massachusetts æfði hópur veiðifélaga sig í að skjóta á leirdiska úr heimasmíðuðum kastara. Æfingar þessar þróuðust í keppni þar sem þeir skutu á diskana frá mörgum sjónarhornum til að auka fjölbreytni. Fyrsti skipulagði völlurinn var hringur með 25 m radíus, kastarinn var kl. tólf og kastaði diskunum á kl. sex. Pallarnir (skotstaðirnir) voru þrettán, tólf í hringnum þar sem skotið tveim skotum frá hverjum palli á stakar dúfur og einu skoti var skotið frá miðju hringsins, sá pallur hefur síðan þróast í pall átta. Að skjóta sólarganginn eins og þessi skotfimi var upphaflega kölluð, hafði flesta þá kosti sem prýðir nútíma SKEET, og væri jafnvel enn í dag skotið á þennan hátt, ef ekki hefði komið til sögunnar kjúklingabóndi, sem ákvað að setja upp hænsnahús í nágrenni vallarins.Kvartaði hann sáran undan hávaða og kenndi skothvellunum um hve hænurnar verptu lítið. Skotmennirnir sýndu bónda hina mestu tillitsemi, minnkuðu völlinn um helming og settu annan kastara kl. 6. Og kastaði hann á móti hinum kastaranum. Við þessar breytingar minkaði hættusvæðið þrátt fyrir að skotmaðurinn ætti við svipuð vandamál að glíma. Vinsældir vallarins urðu miklar hjá skotmönnum í Andover og ákvað því einn af þessum frumkvöðlum, William H. Foster að þróa þessa nýju skotgrein til að hún myndi henta betur til keppni. Hann bætti því við að á pöllum tvö, þrjú, fimm og sex skyldi vera skotið á diska úr báðum kösturumsamtímis (double). Eftir að hafa samið reglur um hegðun skotmanna ávellinum, hófst Foster handa við að kynna greinina hjá skotfélögum í nágrenninu. Það var síðan í febrúar 1926 í blöðunum National Sportsman og Hunting and Fishing voru boðnir 100 dollarar í verðlaun fyrir nafn á þessa nýju íþrótt og af um 10.000 innsendum tillögum bar frú Gertrude Hurlbutt frá Dayton í Montana sigur úr býtum með nafnið SKEET, sem á fornri skandinavísku þýddi "skjóttu ".* Nú ríflega sjötíu árum síðar er pallatilhögun sú sama og eftir breytingarnar sem Foster og félagar gerðu vegna hænsnanna og síðan hefur ekki þótt ástæða til að hrófla við þeirri breytingu. (Lauslega þýtt af Internetinu) * Í Íslenskri orðsifjabók, Rvík 1989, segir að orðið skjóta megi tengja færeysku skjóta, nýnorsku skjota, sænsku skjuta, dönsku skyde og fornsaxnesku skeotan. SKEET VÖLLUR
|