Sunnudagur, 28. maí 2017 09:28 |
Á Landsmóti STÍ sem fer núna fram á Akranesi voru sett 3 Íslandsmet í kvennaflokki. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar náði 59/75 í undankeppninni og einnig 39/60 í úrslitunum. Í öðru sæti varð Snjólaug M.Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 30 stig og í þriðja sæti Eva Ó.Skaftadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig. Kvennalið Skotfélags Reykjavíkur bætti Íslandsmetið og náði 112 stigum. Sveitina skipa Dagný H.Hinriksdóttir, Eva Ó.Skaftadóttir og Þórey I.Helgadóttir.
|