Afmælisfagnaður félagsins var haldinn á laugardaginn í Egilshöllinni. Fjöldi karla og kvenna kíktu í heimsókn. Ingvar Sverrisson formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur færði félaginu veglega peningagjöf í tilefni 150 ára afmælisins. Hann sæmdi einnig Guðmund Kr. Gíslason framkvæmdastjóra félagsins gullmerki ÍBR fyrir vel unnin störf fyrir íþróttahreyfinguna undanfarna áratugi. Bjarni Sigurðsson formaður Skotdeildar Keflavíkur færði félaginu blómvönd í tilefni dagsins. Finna má fleiri myndir frá viðburðinum hérna.