Laugardagur, 20. janúar 2018 17:58 |
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í einstaklingskeppninni sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 556 stig, annar varð Eiríkur Ó. Jónsson úr sama félagi með 548 stig og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 543 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,634 stig (Ívar Ragnarsson 556, Eiríkur Ó. Jónsson 548, Jón Þ.Sigurðsson 530), í öðru sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,544 stig (Friðrik Göethe 541, Gunnar B.Guðlaugsson 503, Guðmundur T. Ólafsson 500) og í þriðja sæti hafnaði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,529 stig (Karl Kristinsson 537, Jón Á.Þórisson 500, Engilbert Runólfsson 492).
|