Fimmtudagur, 19. febrúar 2009 14:59 |
Stjórn félagsins hefur ákveðið að leirdúfuhringir þurfi að hækka
sem hér segir: Stakur hringur utanfélagsmanna fer í kr. 1,300, stakur hringur félagsmanns í kr. 800 og 25 miða búnt fer í kr. 16,500 (660kr/hring). Verðhækkunin tekur gildi nú þegar. Aðrir gjaldaliðir eru ekki háðir gjaldmiðlinum og verða því ekki hækkaðir að sinni. Leirdúfurnar eru keyptar inn í Evrum og var gengið á síðasta gám EUR. 82 en í dag er Evran komin í tæpar 145 eða hækkun uppá alls um 77% ! Hækkunin á hringjaverðinu hjá okkur er þó ekki nema um 30% en það verður svo endurskoðað, þegar næsta sending kemur í byrjun sumars.
|