Föstudagur, 20. febrúar 2009 14:47 |
Hilmar Árni Ragnarsson, fyrrv.formaður Skotfélags Reykjavíkur lést í morgun, aðeins 53ja ára gamall en hann fæddist 9.júní 1955. Hilmar háði stutta en stranga baráttu við illvígan sjúkdóm og varð að lokum að láta í minni pokann. Stjórn félagsins sendir ekkju Hilmars, Guðrúnu Langfeldt, börnum, barnabörnum og allri fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.
|