Laugardagur, 14. febrúar 2009 19:58 |
Keppnin á mótinu í dag gekk vel fyrir sig. Í loftskammbyssu karla sigraði
Ásgeir Sigurgeirsson að vanda en keppnin um annað sætið var tvísýn. Guðmundur Kr.Gíslason var með tveggja stiga forskot fyrir final en jók það svo og tryggði sér silfrið að lokum.Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen og í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir. Bjarkarnir okkar skiptu með sér gullinu og silfrinu í unglingaflokki. Í kvennaflokki í loftskammbyssu sigraði Jórunn Harðardóttir á nýju Íslandsmeti í keppninni með final. Eins jafnaði hún met Kristínar Sigurðardóttur frá árinu 1999, 372 stig. Dómgæslu sáu okkar alreyndustu menn um þier Jóhannes Christensen, Hannes Tómasson og Halldór Axelsson. Nánar um mótið á www.sti.is
|