Hið árlega Áramót í riffli fór fram í dag á Álfsnesi. Skotið var 10 skotum á tveimur færum, 100 og 200 metrum. Sigurvegari varð Guðni Þór Frímannsson með 190 stig af 200 mögulegum, annar varð Stefán Eggert Jónsson með 186 stig og í þriðja sæti hafnaði Hilmir Valsson með 185 stig.