| 
		Mánudagur, 17. maí 2021 09:39	 | 
| 
  Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Skeet sem fram fór í Þorlákshöfn um helgina. 
Frétt frá STÍ: 
Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 50 stig (117) annar varð Jakob Þór Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 43 stig (108), og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotíþróttafélagi Akureyrar með 35 stig (111). 
 
Einn keppandi mætti í unglingaflokki, og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 80 stig. 
 
Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 100 stig í , í öðru sæti varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 97 stig og í þriðja sæti varð Rósa Björg Hema úr Skotíþróttafélagi Akureyrar með 60 stig. Þar sem konurnar voru bara 3 var ekki skotinn finall. 
 
Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðunni á  www.sti.is 
 
			 |