Föstudagur, 27. janúar 2023 10:22 |
Við fengum þetta erindi og upplýsingar um jákvæða afgreiðslu á starfsleyfi okkar í dag:
Á heilbrigðisnefndarfundi dags. 25. janúar 2023 var lögð fram til afgreiðslu umsókn Skotfélags Reykjavíkur, kt. 600269-2919, dags. 31. maí 2022, að loknu auglýsingaferli, um starfsleyfi fyrir skotvöll (Skotfélag Reykjavíkur) að Álfsnesi, ásamt greinargerð félagsins vegna áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi. Einnig eru lögð fram almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi dags. 5. desember 2018, sértæk starfsleyfisskilyrði fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi til auglýsingar dags. 21. nóvember 2022, ásamt drögum að sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi með breytingum til samþykktar eftir auglýsingu, dags. 25. janúar 2023, bréf Umhverfisstofnunar dags. 11. mars 2022, úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 30. desember 2022, umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 11. október 2023, umsögn deildarstjóra Aðalskipulags Reykjavíkur dags. 23. janúar 2023 og drög að greinargerð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um málsmeðferð umsóknar og útgáfu starfsleyfis fyrir Skotfélag Reykjavíkur fyrir skotvöll í Álfsnesi, sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018. Starfsleyfisumsókn Skotfélags Reykjavíkur var lögð fyrir 1679. afgreiðslufund Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þann 17. janúar 2023. Í samræmi við 3. gr. viðauka 2.2. við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019 var samþykkt að vísa málinu til heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Lagt er til að samþykkt verði að veita starfsleyfi til tveggja ára með almennum starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi og með sértækum starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotfélag Reykjavíkur, kt. 600269-2919, fyrir skotvöll í Álfsnesi, dags. 25. janúar 2023.
Samkvæmt þessu fáum við nýtt starfsleyfi í hendurnar næstu daga og verða opnunartímar auglýstir nánar hér á síðunni.
|