Tjaldurinn er mættur á bílastæðið á skotsvæðinu okkar á Álfsnesi. Komin þrjú egg í hreiðurstæðið. Varnargirðingar hafa verið reistar og settur vaktmaður við hreiðrið. Tjaldurinn veit að þarna er hann öruggur því nóg er af varnarmönnum á svæðinu til varnar varginum já og rebba þegar hann skoðar nesið.