Föstudagur, 07. febrúar 2014 08:22 |
Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet í loftriffli á alþjóðlega Inter-Shoot mótinu í Hollandi í morgun. Hún náði 409,4 stigum en gamla metið var 403,6 stig. Íris endaði í 9.sæti en var hársbreidd frá því að komast í úrslitin en skorti 0,1 stig til viðbótar. Á mótinu keppa 9 íslendingar í bæði loftriffli og loftskammbyssu. /gkg
|