SR liðin með gull og silfur í liðakeppninni Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. janúar 2014 11:40

 

2014 sportbyssa 11janaw93sportpistol targetÁ landsmóti STÍ í Sportskammbyssu sem haldið var í Digranesi í gær, urðu liðin okkar í 1. og 2.sæti. Í A-liðinu voru Karl Kristinsson(532), Kristína Sigurðardóttir(524) og Jón Á. Þórisson(488) með 1,544 stig. Í B-liðinu voru Engilbert Runólfsson(521), Kolbeinn Björgvinsson(484) og Jórunn Harðardóttir(475) með 1,480 stig. Í 3ja sæti varð A-lið SFK með 1,465 stig. Í einstaklingskeppninni sigraði yngsti keppandinn, Grétar M. Axelsson frá Akureyri með 544 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 532 stig og í þriðja sæti Kristína Sigurðardóttir úr SR með 524 stig. Þess má geta að Sportskammbyssa er kvennagrein á Ólympíuleikum en hérlendis er keppt í opnum flokki karla og kvenna. Afar ánægjulegt er að sjá fjölda keppenda og greinilegt að þessi grein vekur áhuga margra iðkenda. Keppt er með hálfsjálfvirkum cal.22 skammbyssum eða rúllum, á 25 metra færi. Á YouTube síðu Alþjóða Skotsambandsins má sjá hvernig þessi grein fer fram t.d.hérna. Myndir frá mótinu eru hérna.  /gkg

AddThis Social Bookmark Button