Laugardagur, 07. desember 2013 15:26 |
Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet í Loftriffli í dag. Hún skaut 403,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,3 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur helgi Christensen úr SR með 593,2 stig en Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR varð annar með 497,6 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK með 559 stig, Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 542 stig og Stefán Sigurðsson úr SFK þriðji með 538 stig. Í kvennaflokki sigraði Kristína Sigurðardóttir úr SR með 360 stig + 8 innri tíur en Jórunn Haðrardóttir úr SR varð önnur með 360 stig + 4 innri tíur. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,612 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,603 stig og B-sveit SR þriðja með 1,544 stig. Myndir frá mótinu koma svo fljótlega hérna. Myndir frá JAK eru einnig hérna.
|