Ellert Aðalsteinsson úr SR varð Íslandsmeistari Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. júlí 2013 20:39

2013 islm ka skeet ellert gkg_66252013 islm ka skeet alidsr gkg_65852013 islm ka skeet blidsr gkg_65782013 islm ka skeet oldungar gkg_66042013 islm ka skeet 3fl gkg_65942013 islm ka skeet ellert gkg_65182013 islm ka skeet orn gkg_65152013 islm ka skeet gunnar gkg_65232013 islm ka skeet bragi gkg_65122013 islm ka skeet hakon gkg_65272013 islm ka skeet gudmann gkg_65102013 islm ka skeet lidsih gkg_65812013 islm ka skeet hakonfjolsk gkg_6577

 

 

 

 

 

 

Ellert Aðalsteinsson (108) úr Skotfélagi Reykjavíkur varð í dag Íslandsmeistari í karlaflokki á Íslandsmótinu í haglabyssukeppninni Skeet í Þorlákshöfn í dag eftir harða keppni við Gunnar Gunnarsson (109) úr SFS og sigraði með 14 stigum gegn 13 í finalnum. Guðmann Jónasson úr MAV varð þriðji eftir final við Hákon Þ. Svavarsson úr SFS 14 stig gegn 12.  

A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í liðakeppninni með innaborðs Ellert Aðalsteinsson (108), Stefán G. Örlygsson (100) og Örn Valdimarsson (107). Þeir settu jafnframt nýtt Íslandsmet liða 315 stig ! Í öðru sæti liða varð sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með Sigurþór Jóhannesson (104), Jakob Þ.Leifsson og Sigurð J.Sigurðsson með 300 stig og í þriðja sæti varð svo B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með einu stigi minna eða 299 sti með innanborðs þá Kjartan Örn Kjartansson (96), Guðmund Pálsson og Þorgeir M.Þorgeirsson.

Í öldungaflokki sigraði Hjörtur Sigurðsson með 86 stig, Gunnar Sigurðsson varð annar með 82 stig og Gurðbrandur Kjartansson þriðji með 50 stig. Allir koma þeir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í unglingaflokki varð Sigurður U. Hauksson (103) úr Skotfélagi Húsavíkur Íslandsmeistari.

Íslandsmeistarar í flokkum urðu eftirtaldir, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS í meistaraflokki, Ellert Aðalsteinsson úr SR í 1.flokki, Gunnar Gunnarsson úr SFS í 2.flokki, Kjartan Örn Kjartansson úr SR í 3.flokki og Aðalsteinn Svavarsson úr SÍH í 0.flokki.

Fleiri myndir frá úrslitunum eru hérna og síðan kemur mótaskýrslan innan skamms. /gkg

AddThis Social Bookmark Button