Laugardagur, 15. febrúar 2014 15:54 |
Á Landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Engilbert Runólfsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 508 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 499 stig og í þriðja sæti Kolbeinn Björgvinsson úr SR aðeins einu stig á eftir með 498 stig. Í liðakeppninni sigraði B-lið Skotfélags Reykjavíkur með 1,450 stig (Jórunn Harðardóttir 499,Kolbeinn Björgvinsson 498, Jón Á.Þórisson 453) og á sama skori varð A-sveit SR í öðru sæti en með færri X-tíur, 25 á móti 33 hjá B-liðinu. Í þriðja sæti varð svo C-sveit SR með 1,219 stig.
|