Kvennasveitin jafnaði Íslandsmetið í Skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. júní 2014 20:02

2014 skeet konur 17mai dagnyÞá er fyrri degi lokið á Landsmóti STÍ á Blönduósi. Kvennalið SR, þær Lísa, Dagný og Eva jöfnuðu Íslandsmetið í liðakeppni sem að þær settu í Þorlákshöfn í lok maí. Lísa Óskarsdóttir, SR sigraði í 0 flokk á 35 dúfum, Snjólaug M Jónsdóttir, MAV sigraði í 3 flokk á 47 dúfum og jafnaði sitt eigið Íslandsmet frá því á Norðurlandsmótinu í ágúst í fyrra. Úrslit í kvennaflokk urðu síðan eftirfarandi, 1. Snjólaug M Jónsdóttir, MAV 47 dúfur, 2. Lísa Óskarsdóttir, SR 35 dúfur, 3. Helga Jóhannsdóttir, SÍH 33 dúfur. Efstu menn í karlaflokki eftir fyrri dag eru Grétar Mar Axelsson SA á 67 dúfum, Hákon Þór Svavarsson SFS á 67 dúfum, Guðlaugur Bragi Magnússon SA á 66 dúfum, Hörður Sigurðsson SÍH á 61 dúfu, Sigurður Jón Sigurðsson á 61 dúfu og Stefán Örlygsson SKA á 60 dúfum.

AddThis Social Bookmark Button