Laugardagur, 31. maí 2014 20:39 |
Á Landsmóti STÍ í Þorlákshöfn í dag í, haglabyssu skeet, setti kvennasveit okkar nýtt Íslandsmet 98 stig. Í sveitinni voru Eva Skaftadóttir (34), Árný Jónsdóttir (34) og Dagný Hinriksdóttir (30). Í öðru sæti varð sveit SÍH á sama skori en sveitina þeirra skip
uðu þær Helga Jóhannsdóttir (44), Guðbjörg Konráðsdóttir (29) og Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir (25).Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH (Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar) með 44 stig af 75 mögulegum. Í öðru sæti varð Eva Ósk Skaftadóttir úr SR (Skotfélagi Reykjavíkur) með 24 stig og í 3ja sæti varð Árný G. Jónsdóttir úr SR einnig með 34 stig. Í fjórða sæti varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV (Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi) einnig með 34 stig, en þæpr þjár skutu bráðabana um 2. til 4.sætið.
Karlarnir skjóta einnig á morgun en eftir þrjá hringi í dag, er Hákon Þ. Svavarsson úr SFS (Skotíþróttafélagi Suðurlands) efstur með 66/75, annar er Kjartan Ö.Kjartansson úr SR og þriðji er Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA (Skotfélagi Akureyrar) með 62 stig. Fjórði er Örn Valdimarsson úr SR með 61 stig, fimmti er Guðmann Jónsasson úr MAV með 60 stig og sjötti er unglingurinn Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 58 stig. Keppnin í karlaflokki heldur svo áfram í fyrramálið og hefst þá kl.10:00.
|