Á landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var laugardaginn 23.júlí á Akranesi, bætti Helga Jóhannsdóttir úr SÍH Íslandsmet kvenna í haglabyssugreininni Skeet. Fyrra metið var 55 stig en Helga náði núna 57 stigum. Í öðru sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja Guðrún H. Guðjónsdóttir úr Skotfélagi Akraness. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 113-12-11 stig eftir bráðabana í úrslitum við Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness sem endaði með 111-14-11. Í þriðja sæti varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 112-11-15 stig. Liðakeppnina sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 315 stig (Örn Valdimarsson, Kjartan Ö. Kjartansson, Guðmundur Pálsson), sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar varð önnur með 298 stig (Jakob Þór Leifsson, Marinó Eggertsson, Aðalsteinn Svavarsson) og í þriðja sæti sveit Skotfélags Akraness með 249 stig (Stefán G. Örlygsson, Ólafur S. Ólafsson, Björn G.Hilmarsson). Fleiri myndir má finna hérna.