Sunnudagur, 04. september 2016 21:39 |
Á Bikarmeistaramóti STÍ í dag varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur bikarmeistari í karlaflokki. Samhliða var keppt um Reykjavíkurmeistaratitla í karla og kvennaflokki. Meistarar urðu Dagný H. Hinriksdóttir og Örn Valdimarsson. Á Opna Reykjavíkurmótinu sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands í A-úrslitum og í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Mótið styrktu nokkrir velunnarar félagsins með gjöfum sem notaðar voru til verðlauna. Þau voru Vesturröst, Hlað, ÓJK, Aggi byssusmiður, Tækniskólinn, Ísnes og Prentlausnir. Að loknu móti sá Matthías Þórarinsson um vegleg veisluhöld.
|