Sunnudagur, 05. maí 2019 21:28 |
Á Íslandsmótinu í 50 metra Þrístöðuriffli sem haldið var í Kópavogi í dag bætti Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmet sitt, 1,119 stig og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Einnig setti Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í Unglingaflokki, 931 stig og varð þvi Íslansmeistari Unglinga. Í karlaflokki varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur í öðru sæti með 1,008 stig og Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar þriðji með 985 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1,079 stig og önnur varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 958 stig. Í liðakeppninni varð sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari með Guðmund Helga, Þóri Kristinssson og Þorstein Bjarnarson innanborðs með 3,019 stig. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar en hana skipuðu Valur Richter, Ingvar Bremnes og Leifur Bremnes, með 2,835 stig. Skorin eru hérna.
Á laugardaginn fór fram Íslandsmótið í 50m liggjandi riffli og er hægt að lesa um mótið á síðu STÍ hérna.
|