Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 53 stig (116) annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 52 stig (118), og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon  frá Skotfélagi Akureyrar með 41 stig (118).
Tveir keppendur mættu í unglingaflokki, og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar í fyrsta sæti en skor hans var 87 dúfur og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson frá Skotíþróttafélagi Suðurlands, en skor hanns var 86 dúfur.
Í kvennakeppninni sigraði María Rós Arnfinnsdóttir, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 41 stig ( 83) stig í undankeppninni, í öðru sæti varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 35 stig (92) og í þriðja sæti varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 26 stig (84).
Í liðakeppni karla sigraði ,sveit SFS með 332 stig ( Jakob Þór Leifsson, Aðalsteinn Svavarsson, Hákon Þór Svavarsson ) Sveit SR með 315 stig (Sigurður Unnar Hauksson, Pétur T Gunnarsson Daníel Hrafn Stefánsson) varð önnur, og sveit SKA (Stefán Gísli Örlygsson, Björn G. Hilmarsson, Elías M. Kristjánsson) í þriðja sæti með 261 stig.
Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
|