Jórunn Íslandsmeistari í kvennflokki í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. nóvember 2021 16:30

2021ap60islmÍslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík í dag. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 542 stig, í öðru sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 518 stig og þriðja sæti hlaut Sigurveig H. Jónsdóttir úr SFK með 500 stig. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 557 stig, Magnús Ragnarsson úr SKS með 548 stig og þriðji varð Bjarki Sigfússon úr SFK með 533 stig. Í unglingaflokki karla hlaut Óðinn Magnússon úr SKS gullið með 447 stig. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Í liðakeppni varð sveit SFK Íslandsmeistari með 1,615 stig en silfrið hlaut sveit SÍ með 1,329 stig. Nánari úrslit má sjá á úrslitasíðu STÍ og myndir á FB-síðu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button