Sunnudagur, 19. mars 2023 20:21 |
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 561 stig, í öðru sæti varð Karl Kristinsson úr SR með 525 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR vann bronsið með 473 stig.
Þrjú lið kepptu og varð A lið SFK hlutskarpast með 1443 stig - með þá Ívar auk Guðna Sigurbjarnasyni og Guðmundi Tryggva Ólafssyni. Lið SR varð í öðru með 1417 stig, en þar voru fyrir þeir Karl, Jón Árni Þórisson og Kolbeinn. Í þriðja sæti í liðakeppni var B lið SFK - með 1082 stig en þar kepptu þau Þórarinn Þórarinsson, Hjördís Ýrr Skúladóttir og Eyjólfur Aðalsteinsson - en þau voru öll að keppa í sínu fyrsta móti í staðlaðri skammbyssu.
Nánar á úrslitasíðu STÍ
|