Sunnudagur, 19. mars 2023 20:31 |
Í Digranesi í Kópavogi fór fram í dag, laugardag,ÂÂ Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum.
Þær Jórunn Harðardóttir (547), Kristína Sigurðardóttir (538) og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir (474) skipuðu lið Skotfélags Reykjavíkur í kvennaflokki sem endaði með 1.559 stig sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið átti sveit SA sem var 1.542 stig.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 566 stig , Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 536 stig/8x og Guðmundur A. Hjartarson úr SK þriðji með 536 stig/6x. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 538 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð þriðja með 535 stig. Í drengjaflokki vann Óðinn Magnússon úr SKS gullið með 504 stig og silfrið hlaut Adam Ingi H. Franksson úr SKS með 458 stig. Í flokki stúlkna sigraði Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 474 stig og í öðru sæti varð Elín Kristín Ellertsdóttir úr SKS með 428 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-sveit SFK með 1.589 stig en sveit SKS varð önnur með 1.509.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 594,1 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 556,9 og Þorsteinn Bjarnarson hlaut bronsið með 501,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 574,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 559,8 stig. Gullið í drengjaflokki hlaut Adrian Snær Elvarsson úr SFK með 359,9 stig.
Nánar á úrslitasíðu STÍ
|