Laugardagur, 23. desember 2023 15:58 |
Stjórn félagsins hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2023:
Í karlaflokki er Jón Valgeirsson f.1973 Skotíþróttakarl SR 2023.
Jón keppir í haglabyssugreininni Compak Sporting.
Á Grand Prix mótinu í Eistlandi varð hann í 14.sæti af 189 keppendum og á Grand Prix mótinu í Lettlandi varð hann í 29.sæti af 99 keppendum. Hann varð í 2.sæti á Íslandsmeistaramótinu í haglabyssugreininni Compak Sporting. Á Heimsmeistaramótinu í Grikklandi varð hann í 181.sæti af 524 keppendum. Hann er nú í sæti 105 á heimslista FITASC en á honum eru 2,143 keppendur.
Í kvennaflokki er Jórunn Harðardóttir f.1968 Skotíþróttakona SR 2023.
Jórunn keppir bæði í riffil- og skammbysgreinum.
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á Reykjavíkurleikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í liggjandi stöðu, í Loftriffli auk þess í keppni með Loftskammbyssu. Hún komst í úrslit á Smáþjóðaleikunum á Möltu í bæði Loftskammbyssu sem og Loftriffli en náði ekki verðlaunasæti að þessu sinni.
|