RIG2024 í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 24. janúar 2024 18:05


rig logo litSkotfimi á Reykjavíkurleikunum 2024 fer fram í Egilshöllinni um helgina. Á laugardeginum er keppt í Loftskammbyssu og í Loftriffli á sunnudeginum.  Á laugardeginum eru tveir riðlar með alls 29 keppendum kl. 9 og 11, og svo final-úrslit í beinu framhaldi um kl.13. Á sunnudaginn er einn riðill með 10 keppendum kl.9 og svo final-úrslit um kl.11

Riðlaskiptingin er hérna í Loftskammbyssu og hér í Loftriffli

Fylgjast má með skorinu í beinni hérna.

Fréttin verður uppfærð....

27.jan.2024 Keppni er nú lokið í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum. Í opnum flokki fullorðinna sigraði Ívar Ragnarsson með 233,4 stig (564), Jón Ægir Sigmarsson varð annar með 232,2 stig (540) en þeir voru jafnir fyrir síðasta skotið, og Jórunn Harðardóttir vann bronsið með 206,8 stig (567). Jórunn bætti eigið Íslandsmet í undankeppninni með 567 stig. Í opnum flokki unglinga sigraði Adam Ingi Höybe Franksson með 513 stig, í öðru sæti varð Óðinn Magnússson með 502 stig og í þriðja sæti hafnaði Elfar Egill Ívarsson með 406 stig. Adam keppti líka í úrslitum opna flokksins og árangur hans þar er nýtt Íslandsmet unglinga 117,2 stig.

28.jan.2024 Loftriffilkeppnin á Reykjavíkurleikunum fór fram í Egilshöölinni í dag. Í opnum flokki fullorðinna sigraði Jórunn Harðardóttir með 235,9 stig (594,3), í öðru sæti varð Íris Eva Einarsdóttir með 231,3 stig (579,5) og í þriðja sæti varð Þórir Kristinsson með 566,8 stig (196,4). Í unglingaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir gullið með 314,3 stig.

AddThis Social Bookmark Button