María Rós Íslandsmeistari kvenna í Skeet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 25. ágúst 2024 17:08

2024 islmskeet25agu_islmmaria2024 islmskeet25agu_lidsr2024 islmskeet25agu_islmkakvunÍ kvennaflokki varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 44/99 stig, Helga Jóhannsdóttir úr SÍH varð önnur með 36/90 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr SR með 29/87 stig.

Ólympíufarinn Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands jafnaði í dag, á Íslandsmeistaramótinu á Akureyri, eigið Íslandsmet í haglabyssugreininni Skeet, 122 stig af 125 mögulegum. Skotserían var glæsileg, 25-24-24-24-25. Í úrslitunum í karlaflokki varð Hákon svo Íslandsmeistari með 50/122 stig, í öðru sæti varð Arnór Logi Uzureau úr SÍH með 49/115 stig og í þriðja sæti Jakob Þór Leifsson úr SFS með 40/112 stig. Emil Ísak Jónsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar var Íslandsmeistari í unglingaflokki.

AddThis Social Bookmark Button