Landsmót STÍ í riffilkeppninni 50 metra liggjandi fór fram í Egilshöllinni í dag. Í Unglingaflokki sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr SR með 578,7 stig og Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut silfrið með 547,1 stig.Valur Richter úr SÍ sigraði í Opna flokknum með 621, 6 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR varð í öðru sæti með 608,6 stig og bronsið vann Leifur Bremnes úr SÍ með 604,5 stig. Sveit SÍ sigraði liðakeppnina með 1.829,4 stig og sveit SR varð önnur með 1.807,6 stig.