Jórunn, Elísabet og Úlfar Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 10. maí 2025 15:54

apislmot2025_05Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 560 stig, Rúnar H. Sigmarsson úr SKS varð annar með 545 stig og í þriðja sæti hafnaði Bjarki Sigfússon úr SFK með 538 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr SR Íslandsmeistari með 548 stig, María Lagou varð önnur með 534 stig og Aðalheiður L. Guðmundsdóttir þriðja með 518 stig. Í drengjaflokki sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr SR með 358 stig og í öðru sæti varð Styrmir J.Hallgrímsson Smith úr SFK með 354 stig. Í stúlknaflokki varð Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir Íslandsmeistari með 515 stig. Í liðakeppni sigraði A-sveit SFK með 1,635 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,585 stig og bronsið vann A-sveit SK með 1,554 stig. Myndir frá mótinu eru nokkrar hérna. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button