Miðvikudagur, 06. mars 2013 11:17 |
Riðlaskiptingin á Landsmóti STÍ í loftskammbyssu og loftriffli er komin . Mótið er haldið í Egilshöllinni á laugardaginn kemur, 9.mars og hefst það kl.10:00. Keppnisæfing er á föstudaginn kl.18:00 - 19:30.
|
|
Miðvikudagur, 06. mars 2013 08:48 |
Lokað á Álfsnesi í dag vegna veðurs og færðar.
|
Laugardagur, 02. mars 2013 11:30 |
Ásgeir Sigurgeirsson náði frábærum árangri á EM í Danmörku og hafnaði að lokum í 8.sæti í loftskammbyssu. Þetta er hans besti árangur á EM til þessa. Evrópumeistari varð Leonid Ekimov frá Rússlandi.
|
Laugardagur, 02. mars 2013 09:07 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitunum í loftskammbyssunni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Hann varð í 4.sæti í undankeppninni, með 579 stig en átta efstu fara í úrslitin. Þar er keppt með útsláttarfyrirkomulagi en skorið úr undankeppninni fylgir ekki með. Úrslitin hefjast kl.11:15 að íslenskum tíma og verður sýnt frá keppninni á heimasíðu keppninnar hérna.
|
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013 19:22 |
Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Óðinsvéum í Danmörku. Við eigum þar einn keppanda, Ásgeir Sigurgeirsson. Hann keppir í loftskammbyssu á laugardagsmorgun og hefst keppnin kl.09:00 að staðartíma. Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna.

|
Sunnudagur, 24. febrúar 2013 13:40 |
Guðmundur Helgi Christensen og Jórunn Harðardóttir sigruðu í enska rifflinum í gær. Bæði settu þau ný Íslandsmet þar sem nú var keppt í fyrsta skipti eftir nýju ISSF reglunum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 182 af 293 |