Laugardagur, 23. júní 2012 21:13 |
Á landsmóti STÍ í skeet, sem haldið er á Blönduósi um helgina, sigraði Dagný H.Hinriksdóttir úr SR í kvennaflokki með 29 stig en Margrét Elfa Hjálmarsdóttir einnig úr SR varð önnur með 25 stig ! Til hamingju stelpur !! Í karlaflokki er Hákon Þ.Svavarsson úr SFS fyrstur eftir fyrri daginn með 67 stig, Ellert Aðalsteinsson úr SR er annar með 66 stig og jafnir í 3.-4.sæti eru þeir Örn Valdimarsson úr SR og Guðmann Jónasson úr MAV með 64 stig.
|
|
Miðvikudagur, 20. júní 2012 11:38 |
Silúettuæfingar falla niður í júní mánuði vegna gríðarlegrar aðsóknar í riffilskýlinu. Við sjáum um hreindýraprófin fyrir höfuðborgarsvæðið og eru menn nú að vakna til lífsins við æfingar. Við biðjum félagsmenn að sýna biðlund vegna þessara mála og aðstoða frekar alla nýliðina við æfingarnar.
|
Mánudagur, 18. júní 2012 09:37 |
Minnum keppnisfólk okkar á að skráningarfrestur á landsmótið í skeet á Blönduósi um næstu helgi, rennur út á morgun, þriðjudag !!
|
Laugardagur, 09. júní 2012 21:29 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði á Íslandsmótinu í Frjálsri skammbyssu, sem fram fór í dag á velli okkar á Álfsnesi. Í öðru sæti varð Stefán Sigurðsson úr SFK og Tómas Þorkelsson SFK í 3ja sæti.
 
|
Laugardagur, 09. júní 2012 21:00 |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 203 af 293 |