Laugardagur, 26. maí 2012 08:09 |
Ásgeir var að ljúka keppni í undanriðlinum á heimsbikarmótinu í München á fínu skori og endaði í 14.sæti með 579 stig (96-99-98-97-96-93) Eftir seinni riðilinn hafnaði Ásgeir svo að lokum í 21.sæti á mótinu, sem er frábær árangur hjá honum.
|
|
Föstudagur, 25. maí 2012 14:29 |
Ásgeir byrjar í fyrri riðlinum í Loftskammbyssunni í fyrramálið. Hægt er að fylgjast með honum á síðu ISSF.
|
Föstudagur, 25. maí 2012 09:04 |
Riðlaskipting landsmótsins í skeet sem haldið verður um helgina á velli SFS við Þorlákshöfn er komin hérna.
|
Fimmtudagur, 24. maí 2012 08:41 |
Ásgeir endaði með 552 stig (93-94-90-89-90-96) og hafnaði að lokum í 43.sæti á heimsbikarmótinu í München. Hann keppir svo í loftskammbyssunni á laugardaginn kemur.
|
Miðvikudagur, 23. maí 2012 23:14 |
Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, átti stórkostlegan dag á Akranesmótinu í dag. Hún keppti bæði í loftbyssu og loftriffli. Í loftbyssunni bætti hún Íslandsmetið, án final, 372 stig sem sett var árið 1999 af Kristínu Sigurðardóttur, um 2 stig. Jórunn hefur raunar tvívegis jafnað fyrra metið og gerði það 2009 og 2010. Jórunn lét þetta þó ekki duga og var í banastuði í keppninni í loftriffli. Gerði sér lítið fyrir og jafnaði Íslandsmet sem Íris Einarsdóttir setti í febrúar sl. 383 stig Frábær árangur þetta
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 205 af 293 |