Föstudagur, 23. desember 2011 09:19 |
1.umferð í sænsku loftskammbyssukeppninni er nú lokið hjá okkur. SR er með 4 lið í keppninni að þessu sinni. Keppt er í liðakeppni, þar sem hvert lið er skipað 3 keppendum. Keppnin er deildaskipt og er umferðirnar 7 alls. Hver umferð stendur yfir í 2 vikur. Hver keppandi skýtur 40 skotum. Að þessu sinni er skor okkar keppenda : Ásgeir 385 stig, Gunni 381, Jórunn 375, Helgi 363, Stína 361, Gummi 358, Steini 357, Kalli 357, Benni 347, Kim 345, Joddi 343 og Gunni 337. Hægt verður að fylgjast með á heimasíðu Sænska Skotsambandsins, http://luft.allsvenskapistolserien.se/ /gkg
|
|
Mánudagur, 19. desember 2011 15:45 |
Opið verður á Álfsnesi um jólin sem hér segir, fimmtudaginn 22.12 kl. 12-16, og svo milli jóla og nýárs 27. 29. og 30.des kl. 12-16 svo fremi sem að veðrið leyfir. Fylgist með tilkynningum hér á síðunni.
|
Mánudagur, 12. desember 2011 23:57 |
Að venju verður hið árlega Áramót í SKEET-haglabyssu haldið á Gamlársdag.

|
Laugardagur, 10. desember 2011 16:54 |
Á landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu sigraði Stefán Sigurðsson SFK með 491 stig, Jón Árni Þórisson SR varð í öðru sæti með 465 stig og Jórunn Harðardóttir í 3ja sæti með 464 stig.

|
Föstudagur, 09. desember 2011 12:00 |
Skotfélag Reykjavíkur heldur hið árlega Áramót á laugardaginn 31.desember á svæði félagsins á Álfsnesi. Kepp verður með rifflum á 100m. Vegna takmarkaðs birtutíma þurfa menn að vera tilbúnir að hefja keppni kl 11:00. Keppni ætti að ljúka upp úr kl 14.
Skotið verður af resti á 100 metra færi á „varmint for score“ skotskífur og ræður stigafjöldi úrslitum. Skotin verða samtals 25 skot sem telja til stiga en skjóta má eins mörgum „sighterum“ á til þess gerða skífu og menn vilja. Engar takmarkanir verða á búnaði eða caliberum en musslebreak verða bönnuð sökum hávaða innandyra. Lesa meira...
|
Nánar...
|
Föstudagur, 09. desember 2011 09:02 |
Landsmót í frjálsri skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á laugardaginn. Mótið hefst kl.10:00
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 221 af 293 |