Hleðslunámskeið SR og Ellingsen Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. mars 2010 00:14

Fyrsta hleðslunámskeiði  Ellingsen, í samvinnu við Skotfélag Reykjavíkur, var haldið 27. feb sl. og var þátttaka góð. 8 nemendur sóttu námskeiðið, en kennari var  Jóhann Vilhjálmsson, byssusmiður.

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Úrslit úr Benchrest Áramótinu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 03. mars 2010 21:58
Úrslitin eru loksins kominn inn á síðuna, sjá nánar frétt frá Áramótinu.
AddThis Social Bookmark Button
 
Karl varð Bikarmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. febrúar 2010 19:29
Okkar maður, Karl Kristinsson varð í dag Bikarmeistari STÍ í Staðlaðri skammbyssu á Bikarmóti STÍ sem haldið var í Digranesi í Kópavogi. Í öðru sæti varð Gunnar Sigurðsson og í þriðja sæti Jón Árni Þórisson, allir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Myndir frá mótinu eru komnar hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Frá Riffilnefnd SR um Áramótið og starfið á næsta ári Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 16. febrúar 2010 15:42
Hér á árum áður var blómleg starfsemi á útisvæði Skotfélags Reykjavíkur upp í Leirdal. Félagsmenn höfðu af vinnusemi og fórnfýsi byggt þar upp góða aðstöðu bæði til haglabyssu og riffilskotfimi. Fjölmörg mót voru haldin árlega í báðum greinum. Síðustu árin sem félagið hafði yfirráð yfir svæðinu í Leirdal voru haldin innanfélags mót í benchrest skotfimi mánaðarlega allan veturinn. Bæði var keppt í grúppu skotfimi og score. Síðan voru Íslandsmót á sumrin...
AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Úrslit í loftbyssugreinum á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. febrúar 2010 14:19
Á laugardaginn fór fram landsmót STÍ í loftbyssugreinunum. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigrugeirsson en í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen. Nánari úrslit eru hérna og eins eru komnar myndir hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Enska keppnin í dag ! Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. febrúar 2010 13:32
Arnfinnur Jónsson SFK sigraði í dag á STÍ móti í Enskri Keppni ( 60 skot liggjandi ) með minnsta mögulega mun. Hann skaupt 579 stig, sama og Guðmundur Helgi, SR, sem hafnaði í öðru sæti. Arnfinnur náði 23 X-tíum en Guðmundur Helgi 22 X-tíum sem skar úr um fyrsta og annað sætið. Stefán Eggertsson SFK varð í þriðja sæti með 569 stig.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 Næsta > Síðasta >>

Síða 257 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing