Sunnudagur, 14. febrúar 2010 14:19 |
Á laugardaginn fór fram landsmót STÍ í loftbyssugreinunum. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigrugeirsson en í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen. Nánari úrslit eru hérna og eins eru komnar myndir hérna.
|
|
Sunnudagur, 14. febrúar 2010 13:32 |
Arnfinnur Jónsson SFK sigraði í dag á STÍ móti í Enskri Keppni ( 60 skot liggjandi ) með minnsta mögulega mun. Hann skaupt 579 stig, sama og Guðmundur Helgi, SR, sem hafnaði í öðru sæti. Arnfinnur náði 23 X-tíum en Guðmundur Helgi 22 X-tíum sem skar úr um fyrsta og annað sætið. Stefán Eggertsson SFK varð í þriðja sæti með 569 stig.
|
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010 16:57 |
Riðslaskipting landsmótsins í loftbyssugreinunum á laugardaginn er komin hérna.
|
Laugardagur, 06. febrúar 2010 16:02 |
Ásgeir náði að landa bronsinu í Hollandi í dag. Eftir spennanid final varð hann 0,7 stigum á undan næsta manni. Þess má einnig geta að hann keppti í dag í liði með skotmönnum frá Luxemburg og unnu þeir liðakeppnina, þannig að kallinn er með 2 gull, 1 silfur og 1 brons eftir þessa mótaröð í Hollandi. Frábær árangur og óskum við honum til hamingju með þetta.
|
Föstudagur, 05. febrúar 2010 14:25 |
Eftir gríðarlega spennandi úrslitakeppni endaði Ásgeir í 2.sæti, rétt á eftir Ólympíumeistaranum Kiriakov. Þriðja og síðasta mótið hjá honum er svo í fyrramálið kl. 10:15
|
Föstudagur, 05. febrúar 2010 11:23 |
Ásgeir er nú í þriðja sæti fyrir úrslitakeppnina, sem hefst kl.13:45 á eftir. Keppnin verður afar spennandi því aðeins skilja 3 stig efstu 7 skotmennina. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni útsendingu hérna
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 264 af 293 |