Sunnudagur, 12. janúar 2025 16:50 |
Félagið verður með opna æfingu og kynningu á Ólympískri skotfimi með rifflum og skammbyssum í Egilshöllinni laugardaginn 18.janúar n.k. kl 12-14. Framvísa þarf skriflegri heimild frá foreldrum sem má nálgast hérna. Á staðnum verða þjálfarar og leiðbeinendur félagsins. Kennt verður á nýuppsettan búnað sem félagið hefur fjárfest í með stuðningi Íþróttasjóðs Ríkisins. Um er að ræða ljósgeislaknúnar byssur sem engin hætta stafar af.
|
|
Fimmtudagur, 09. janúar 2025 07:17 |
Vegna meiðsla og veikindahrinu hjá okkar fólki, hefur SFK boðið okkur að halda landsmótið í staðlaðri skammbyssu í aðstöðu sinni í Digranesi. Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.18-19 en keppni hefst á laugardaginn kl.09:00. Riðlaskiptingu má sjá hérna á uppfærðu skjali
|
Sunnudagur, 05. janúar 2025 08:55 |
Umhverfisstofnun hefur framlengt bráðabirgðastarfsleyfið á Álfsnesi. Leyfið er aðgengilegt hérna. Unnið er að varanlegu starfsleyfi en sú vinna hefur tafist aðeins en það styttist í að auglýst verði drög að nýju starfsleyfi frá Reykjavíkurborg. Þetta þýðir að við getum skipulagt starfið á svæðinu út þetta ár og mun það verða gefið út innan skamms, hvaða mótahald verður á svæðinu. Reiknum við með að allavega verði Íslandsmótið í Skeet haldið um miðjan ágúst og jafnvel Íslandsmótið í Compak Sporting í júlí. Einnig reiknum við með Landsmóti í skeet í júní og á SR Open í Skeet í byrjun september verði samhliða keppt með riffli á Íslandsmóti í Bench Rest skori.Â
|
Mánudagur, 23. desember 2024 11:21 |
Stjórn félagsins hefur valið þessa sem skotíþróttafólk ársins hjá félaginu:
Í karlaflokki er Davíð Bragi Gígja f.1980 Skotíþróttakarl SR 2024
Davíð keppir í riffilgreininni Bench Rest, en í henni er skotið af borði með riffli á 50 metra færi. Hann varð Íslandsmeistari í greininni með þungum riffli á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri. Davíð varð í öðru sæti á alþjóðlega BR50 CUP mótinu í Hamminkeln í Þýskalandi í haust.
Í kvennaflokki er Jórunn Harðardóttir f.1968 Skotíþróttakona SR 2024
Jórunn keppir bæði í riffil- og skammbysgreinum.
Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á RIG-leikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í Þrístöðu, í keppni með Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
|
Fimmtudagur, 12. desember 2024 08:06 |
Skotmótið ÁRAMÓT SR 2024 verður haldið á svæði félagsins á Álfsnesi sunnudaginn 29.desember 2024 , mæting kl.10:30 og fyrsti hringur kl.11:00
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 291 |