HM í Bekkskotfimi lauk um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 21. september 2022 09:44

sr lid br50 hm2022hmbr50 walterbottawch2022Heimsmeistaramótinu í bekkskotfimi á 50 metra færi (Bench Rest BR50) sem fór fram í Frakklandi undanfarna daga lauk í dag. Við áttum þar þrjá keppendur, Davíð B. Gígja varð í 55.sæti með 1483/71 stig, Egill Ragnarsson í 86.sæti með 1470/69 stig, og Kristberg Jónsson í 99.sæti með 1448/46 stig. Walter Botta frá Ítalíu varð heimsmeistari í einstaklingskeppninni en skorið hjá honum var 1498/114 stig, Pedro Serralheiro frá Portúgal varð annar með 1498/106 stig og þriðji varð Luis Pereira frá Portúgal með 1497/94 stig. Nánar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Undanþága veitt vegna námskeiðahalds á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 14. september 2022 09:12

alfsnes_loftmyndUmhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur veitt félaginu undanþágu til þess að halda skotvopnanámskeið UST og lögreglu næstu fjóra laugardaga kl.10-16. Lesa má undanþágubréfið hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Egill varð þriðji á Íslandsmótinu í Benchrest Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 15. ágúst 2022 13:08

2022 islmbrskh1232022 islmotbrskhÍslandsmótinu í Bench rest lauk í dag á Húsavík. Íslandsmeistari varð Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur, Kristbjörn Tryggvason úr Skotfélagi Akureyrar varð annar og þriðji, Egill þór Ragnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánar á úrslitasíðu STÍ, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Stefán og María urðu Íslandsmeistarar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. ágúst 2022 20:45

2022 islmotskeetsr1314agu urslit2022 islmotskeet 123ka-03832022 islmotskeet 123kv-03792022 islmotskeet 123lid-03742022 islmotskeet kakv-0388Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Undanþága fékkst hjá Umhverfisráðherra til að geta haldið mótið á svæðinu, þar sem starfsleyfisumsókn félagsins hefur ekki verið afgreidd hjá Heilbrigðsieftirliti Reykjavíkurborgar. Mótið stóð yfir í tvo daga og lauk svo með úrslitakeppninni eftir hádegi í dag.

Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar.

Í kvennaflokki varð Íslandsmeistari María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Helga Jóhannsdóttir úr sama félagi varð önnur, en hún jafnaði eigið Íslandsmet í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði svo Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari unglinga. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands, en sveitir Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar hlutu annað og þriðja sætið. Jafnframt voru krýndir Íslandsmeistarar í flokkum. Nánar á úrslitasíðunni, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmótinu í Skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. ágúst 2022 18:32

2022 islmotskeetsr1314agu dag12022 islmotskeet dag1-00772022 islmotskeet dag1-0125Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmeistaramótinu í Skeet á Álfsnesi er hérna. Keppni hefst svo að nýju í fyrramálið kl. 10 en þá verða skotnir 2 hringir og síðan eru úrslitin eftir hádegi í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki leiðir Hákon Þ. Svavarsson úr SFS og í kvennaflokki Helga Jóhannsdóttir úr SÍH.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting á Íslandsmótinu um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 09. ágúst 2022 07:47

2022 islmotskeetsr1314agu ridlar ova2Hérna kemur riðlaskipting á Íslandsmótinu í Skeet um næstu helgi. Opinberi æfingadagurinn fyrir mótið er á fimmtudaginn, EKKI á föstudag, því þá skal vera lokað samkvæmt ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, af ástæðum sem ekki liggja fyrir. Keppendur geta hins vegar nýtt sér eftirtalda æfingatíma í vikunni: Þriðjudag og miðvikudag kl.13-19 og svo á fimmtudaginn kl.13-21.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 5 af 278

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing