Sunnudagur, 19. mars 2023 20:21 |
Landsmót í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 561 stig, í öðru sæti varð Karl Kristinsson úr SR með 525 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR vann bronsið með 473 stig.
Þrjú lið kepptu og varð A lið SFK hlutskarpast með 1443 stig - með þá Ívar auk Guðna Sigurbjarnasyni og Guðmundi Tryggva Ólafssyni. Lið SR varð í öðru með 1417 stig, en þar voru fyrir þeir Karl, Jón Árni Þórisson og Kolbeinn. Í þriðja sæti í liðakeppni var B lið SFK - með 1082 stig en þar kepptu þau Þórarinn Þórarinsson, Hjördís Ýrr Skúladóttir og Eyjólfur Aðalsteinsson - en þau voru öll að keppa í sínu fyrsta móti í staðlaðri skammbyssu.
Nánar á úrslitasíðu STÍ
|
|
Mánudagur, 06. mars 2023 10:41 |
 Þórir Kristinsson úr SR sigraði á riffilmótinu á Ísafirði í dag, með 536 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 519 stig og þriðji Leifur Bremnes úr SÍ með 469 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 517 stig og silfrið hlaut Guðrún Hafberg úr SÍ með 439 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ
|
Laugardagur, 04. mars 2023 17:28 |
     Landsmót STÍ í riffli á 50 metra færi úr liggjandi stöðu fór fram á Ísafirði í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði í karlaflokki með 607,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Þórir Kristinsson úr SR varð í 3ja sæti með 606,0 stig. Í kvennaflokki vann Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með besta skor dagsins, 608,2 stig og Guðrún Hafberg úr SÍ hlaut silfrið með 566,5 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í flokki unglinga með 511,9 stig. Í liðakeppninni hafði lið SÍ gullið með 1812,6 stig en lið SR var með 1802,1 stig.
|
Þriðjudagur, 21. febrúar 2023 12:55 |
Karol Forsztek náði bronsinu á sínu fyrsta Landsmóti í Sport skammbyssu á laugardaginn með 518 stig.
|
Laugardagur, 04. febrúar 2023 14:53 |
Keppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum var að ljúka rétt í þessu. Ívar Ragnarsson sigraði á 557 stigum, í öðru sæti var Jón Þór Sigurðsson með 551 stig og bronsinu landaði Bjarki Sigfússon á 543 stigum. Fleiri myndir frá mótinu eru hérna.
|
Föstudagur, 03. febrúar 2023 10:47 |
Riðlaskiptingin komi hérna. Fyrri riðill á laugardaginn byrjar kl.10 (9:30 á braut) og seinni kl. 12 (11:30 á braut)
Hérna er tengill til að fylgjast með skorinu
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 5 af 281 |