Sunnudagur, 08. júlí 2018 20:02 |
Helga Jóhannsdóttir úr SFS, sigraði á Landsmóti STÍ í skeet sem haldið var á Akureyri um helgina, með 89 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir úr SR með 76 stig og í þriðja sæti Guðrún Hjaltalín úr SKA með 57 stig.
Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr SÍH með 46 stig (107), annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 45 stig (117) og í þriðja sæti hafnaði Jakob Þór Leifsson úr SÍH með 37 stig (102). Guðmundur Pálsson úr SR varð fjórði með 28 stig (102) og Kjartan Örn Kjartansson úr SR í sjöunda sæti með 94 stig í undankeppninni. Nánari úrslit eru á úrslitasíðunni á www.sti.is
|
|
Þriðjudagur, 26. júní 2018 07:55 |
Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði undir styrktarsamning frá Alþjóða Ólympíuhreyfingunni sem gildir fram að næstu Ólympíuleikum. Nánari umfjöllun er á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.isÂ
|
Sunnudagur, 24. júní 2018 21:54 |
Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á 17.Mastersmótinu í riffli sem fram fór í Árósum í Danmörku um helgina. Hann setti nýtt Íslandsmet í final í Þrístöðuriffli 391,0 stig. Nánari úrslit eru hérna.
|
Sunnudagur, 10. júní 2018 19:57 |
Á aðalfundi félagsins var samþykkt að fella niður inntökugjald nýrra félaga sem hefur verið kr. 4,000. Eins verður árgjaldið óbreytt kr. 20,000
Nánar hérna
|
Mánudagur, 04. júní 2018 07:34 |
 Scandinavian Open er stórt opið mót í Skeet sem haldið er árlega í Danmörku. Að þessu sinni kepptu þar nokkrir Íslendingar og varð Kjartan Örn Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur í þriðja sæti í B-flokki. Helga jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bætti Íslandsmetið í kvennaflokki en hún endaði með 100 stig.
|
Sunnudagur, 03. júní 2018 10:37 |
Félagið verður með opið í Egilshöllinni í dag kl.12-14 þar sem gestum 15 ára og eldri er gefinn kostur á að prófa loftriffla og loftskammbyssur
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 75 af 296 |