Námskeið í haglabyssuskotfimi Skoða sem PDF skjal

Skotfélag Reykjavíkur býður uppá námskeið í HAGLABYSSUSKOTFIMI fyrir byrjendur, sem og lengra komna !
Tímapantanir eru í síma 892-9320. Gunnar Sigurðsson leiðbeinir og þjálfar.

Skotfélag Reykjavíkur býður upp á námskeið í skotfimi með haglabyssum. Námskeiðin eru byggð að grunnkennslu í Ólympísku Skeet, sem er ein vinsælasta keppnisgreinin hér á landi. Námskeiðin fara fram á skotsvæði félagsins á Álfsnesi og kennari er hinn margreyndi leiðbeinandi og þjálfari, Gunnar Sigurðsson.

Í boði er 6 tíma námskeið þar sem kenndir eru 2 tímar í senn og kostar það 30.000 kr. Menn geta slegið sér saman, allt að tveir í hvert námskeið, og skipt þannig kostnaðinum á milli sín. Nemendur greiða einnig fyrir leirdúfur (hringjaverð, sjá gjaldskrá) og skot. Nemendur geta einnig fengið leigða byssu sé þess óskað.

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja ná betri tökum á Skeet-íþróttinni og haglabyssuskotfimi almennt, svo og þeim sem vilja ná betri árangri við veiðar.
Tímapantanir eru í samráði við Gunnar Sigurðsson þjálfara, í síma 892-9320 eða á netfangið: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

AddThis Social Bookmark Button
 

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir