Stefán og María urðu Íslandsmeistarar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. ágúst 2022 20:45

2022 islmotskeetsr1314agu urslit2022 islmotskeet 123ka-03832022 islmotskeet 123kv-03792022 islmotskeet 123lid-03742022 islmotskeet kakv-0388Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Undanþága fékkst hjá Umhverfisráðherra til að geta haldið mótið á svæðinu, þar sem starfsleyfisumsókn félagsins hefur ekki verið afgreidd hjá Heilbrigðsieftirliti Reykjavíkurborgar. Mótið stóð yfir í tvo daga og lauk svo með úrslitakeppninni eftir hádegi í dag.

Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar.

Í kvennaflokki varð Íslandsmeistari María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Helga Jóhannsdóttir úr sama félagi varð önnur, en hún jafnaði eigið Íslandsmet í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði svo Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari unglinga. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands, en sveitir Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar hlutu annað og þriðja sætið. Jafnframt voru krýndir Íslandsmeistarar í flokkum. Nánar á úrslitasíðunni, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button