Laugardagur, 11. desember 2010 19:31 |
Ásgeir Sigurgeirsson hélt utan í gærmorgun til Svíþjóðar. Þar keppir hann á einu móti og heldur svo yfir til Luxemburgar ásamt þjálfara sínum, Ragnari Skanaker, til keppni á hinu þekkta aljþoðlega móti, RIAC. Þar tekur hann þátt í 3 aðskildum keppnum á 3 dögum, 16.17. og 18.desember. Við munum fylgjast náið með framvindu mála.
|
|
Fimmtudagur, 25. nóvember 2010 14:30 |
Karl Kristinsson sigraði örugglega á landsmótinu í staðlaðri skammbyssu í gærkvöldi með 524 stig. Í öðru sæti varð Kolbeinn Björgvinsson mðe 478 stig og Jón Árni Þórisson í 3ja sæti með 477 stig. Úrslitin eru komin á úrslitasíðu STÍ.
|
Mánudagur, 22. nóvember 2010 12:27 |
Á miðvikudaginn 24.nóvember verður haldið landsmót í staðlaðri skammbyssu í Egilshöllinni. Lokað verður í púðursalnum þann daginn. Keppnisæfing fyrir keppendur á mótinu verður á þriðjudagskvöldinu kl. 21:00. Hér að neðan er svo
|
Nánar...
|
Þriðjudagur, 16. nóvember 2010 19:57 |
Í íþróttaþættinum SPORTIÐ á ríkissjónvarpinu sem hefst kl.20:50 í kvöld er viðtal við Ásgeir Sigurgeirsson
|
Þriðjudagur, 16. nóvember 2010 08:03 |
Sænska loftskammbyssumótið, Allsvenskan Luftpistolserien, er að hefjast. Við tökum nú þátt með fimm 3ja manna liðum eða alls 15 keppendum ! Samtals eru keppendur um 500. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í einstaklingskeppninni í fyrra og stefnir auðvitað að því að verja titil sinn að þessu sinni. Búið er að raða liðunum í riðla. Keppt er í sjö umferðum og tekur hver umferð 14 daga. Fyrsta umferð verður skotin frá 20.nóvember til 5.desember. Skífurnar eru væntanlegar einhvern næstu daga og í framhaldi verða ákveðnir keppnisdagar hjá okkur.
|
Mánudagur, 15. nóvember 2010 15:21 |
Miðvikudaginn 24.nóvember er landsmót í staðlaðri skammbyssu í Egilshöllinni. Skráningu á mótið lýkur nú á fimmtudaginn en skráning okkar þarf að berast STÍ fyrir miðnætti þann dag.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 245 af 293 |